Á
bloggsíðunni ætla ég mér að setja aðallega útsaum sem ég hef verið að
gera. Ég hafði hvorki saumað eða prjónað í mörg ár þegar ég byrjaði
aftur að prjóna árið 2009. Síðar fann ég Ravelry.com þar sem ég hef sett
myndir af prjóninu. Eftir meiðsli í öxl í apríl á ég í erfiðleikum að
prjóna. Ákvað því að sauma út myndir en ég hafði gert nokkrar krosssaumsmyndir fyrir um 15-18 árum. Tvær af þessum myndum hanga á vegg í mínu
heimili. Hef reyndar lokið við fleiri en þær hanga ekki uppi og nokkrar vantar ramma. Ég dró fram hálfklárað verk sem ég keypti í kringum 2000
og myndefnið er allt það merkilega sem gerst hefur hingað til.
 |
Árþúsundamyndin (Millennium 2000) sýnd á hlið |
 |
Minn árangur |
Var ekki nægilega spennt fyrir árinu 2000. Þess
vegna fór ég í leit á netinu að nýju efni. Byrjaði að panta í gegnum
Margaretha.is fyrr í sumar og fékk hana í september.
 |
Kláraði myndina frá Margaretha.is á skömmum tíma |
Keypti einnig mynd í
gegnum Aliexpress sem ég mæli ekki með. Javinn var mjög strekktur og
ekki hægt að koma nálinni í gegnum hann. Ég þvoði því jafann og við það
minnkaði hann um 3 cm en aftur á móti er hægt að sauma út í hann.
Internetið
var aftur skannað og pantað var bók í gegnum Amazon. Bókin er jólabók
Donna Kooler´s 555 Christmas Cross-Stitch Designs. Fannst hún ekki mjög
áhugaverð en ætla að sauma eitt verkið og búin að kaupa jafa í verkið. Á
slatta af afgöngum sem ég ætla að nýta.
Eftir mikla skoðun á
Amazon pantaði ég 4 bækur eftir Joan Elliott. Fannst þær algert
snilldarverk sérstaklega Bewitching Cross Stitch.
 |
Bækur sem innihalda uppskriftir í krosssaumi. Flestar eftir Joan Elliott |
Búin að panta í 4
útsaumsverkefni af netinu. Átti engar perlur eða glitþræði en það þarf í
næstum því öll hennar verk. Get ekki beðið eftir pökkunum. Þetta er
eins og að bíða eftir jólapökkunum, rosa spenningur.
Byrjaði á
lítilli jólamynd sem er í Christmas Cross Stitch Treasures eftir Joan
Elliott sem heitir Snow Much Fun. Krúttleg mynd af snjókörlum að skreyta
jólatréð.
 |
Árangur minn með myndina Snow much fun. Þetta er frekar lítil mynd |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli