miðvikudagur, 22. október 2014

Hugmyndin að blogginu

Á bloggsíðunni ætla ég mér að setja aðallega útsaum sem ég hef verið að gera. Ég hafði hvorki saumað eða prjónað í mörg ár þegar ég byrjaði aftur að prjóna árið 2009. Síðar fann ég Ravelry.com þar sem ég hef sett myndir af prjóninu. Eftir meiðsli í öxl í apríl á ég í erfiðleikum að prjóna. Ákvað því að sauma út myndir en ég hafði gert nokkrar krosssaumsmyndir fyrir um 15-18 árum. Tvær af þessum myndum hanga á vegg í mínu heimili. Hef reyndar lokið við fleiri en þær hanga ekki uppi og nokkrar vantar ramma. Ég dró fram hálfklárað verk sem ég keypti í kringum 2000 og myndefnið er allt það merkilega sem gerst hefur hingað til.
Árþúsundamyndin (Millennium 2000) sýnd á hlið
Minn árangur

Var ekki nægilega spennt fyrir árinu 2000. Þess vegna fór ég í leit á netinu að nýju efni. Byrjaði að panta í gegnum Margaretha.is fyrr í sumar og fékk hana í september.
Kláraði myndina frá Margaretha.is á skömmum tíma
Keypti einnig mynd í gegnum Aliexpress sem ég mæli ekki með. Javinn var mjög strekktur og ekki hægt að koma nálinni í gegnum hann. Ég þvoði því jafann og við það minnkaði hann um 3 cm en aftur á móti er hægt að sauma út í hann.
Internetið var aftur skannað og pantað var bók í gegnum Amazon. Bókin er jólabók Donna Kooler´s 555 Christmas Cross-Stitch Designs. Fannst hún ekki mjög áhugaverð en ætla að sauma eitt verkið og búin að kaupa jafa í verkið. Á slatta af afgöngum sem ég ætla að nýta.
Eftir mikla skoðun á Amazon pantaði ég 4 bækur eftir Joan Elliott. Fannst þær algert snilldarverk sérstaklega Bewitching Cross Stitch.
Bækur sem innihalda uppskriftir í krosssaumi. Flestar eftir Joan Elliott
 Búin að panta í 4 útsaumsverkefni af netinu. Átti engar perlur eða glitþræði en það þarf í næstum því öll hennar verk. Get ekki beðið eftir pökkunum. Þetta er eins og að bíða eftir jólapökkunum, rosa spenningur.
Byrjaði á lítilli jólamynd sem er í Christmas Cross Stitch Treasures eftir Joan Elliott sem heitir Snow Much Fun. Krúttleg mynd af snjókörlum að skreyta jólatréð.



Árangur minn með myndina Snow much fun. Þetta er frekar lítil mynd

Engin ummæli:

Skrifa ummæli