föstudagur, 31. október 2014

Útsaumsgarn fyrir krosssaum

Ég ákvað að gera nokkur útsaumsmyndir eftir Joan Elliott úr bókunum sem ég keypti á Amazon. Mig vantaði þá garn og jafa. Ég fór á stúfana til að athuga með garnið kostar. Flestar uppskriftir miða við DMC garnið og reyndist það vera ódýrast hjá Hannyrðaverslun Erlu eða 200 kr. stk. Þetta var mjög óformleg könnun (ég var að kaupa lím í A4 og sá DMC garnið var á 268 kr. síðan fór ég í Fjarðarkaup til að kaupa Funny garn í jólasvein og sýndist DMC kosta 281 kr.) 
Mér datt því í hug að panta á netinu. Fór á amazon og pantaði 200 stk frá tveimur söluaðilum. 100 stk. komu fljótt og í pakkanum voru mjög flottir litir. Ég varð fyrir smá vonbrigðum að fá 2 stk. af hverjum lit og í sumum litum 4 stk. Engin listi yfir hvaða litir þetta eru eða litanúmer, vont fyrir þá sem eru litblindir. Ég ákvað að telja herlegheitin og það vantaði 2 stk.


Ég þurfti að bíða í 3 vikur eftir seinni pakkanum og ég varð ekki fyrir neinum vonbrigðum. 100 mismunandi litir og auka 8 litir og allt var númerað. Reyndar voru þetta ekki alveg litirnir sem ég þurfti fyrir Joan Elliott verkefnin en hvað um það nú á ég fullt af fallegum litum.



Garnið er ekki eins og DMC garnið, það er ögn þykkara en samt mjög auðvelt að sauma úr því en aftur á móti sömu litanúmer. Notaði smávegis í jólamyndina sem ég er að gera, á von að klára hana í næstu viku eða um leið og ég fæ glitþræðina sem ég pantaði af netinu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli