Snjókarlinn sæti |
miðvikudagur, 5. nóvember 2014
Jólaprjón nr. 2 lokið
Ég kláraði að prjóna lítinn snjókarl í gær. Ég notaði afgangsgarn, cascade í hendurnar, tvöfalt kambgarn í nefið og tvöfalt smart í trefilinn. Mér finnst hann ansi sætur. Hér er hægt að finna uppskriftina. Setti hrísgrjón í poka og inn í búkinn og síðan fyllti ég hann með tróð. Hann stendur núna keikur í eldhúsglugganum. Jólaskreytingarnar byrja ansi snemma í ár.
Ég er búin að finna prjónagarn fyrir næsta verkefni og ætla að gera jólasvein. Ég pantaði Sirdar snowflake af woolwarehouse.co.uk, keypti Funny í Fjarðarkaup, en átti hinar 4.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli