Fjör að skreyta jólatréð |
miðvikudagur, 12. nóvember 2014
Update á krosssaumsverkefninu Snow much fun
Ég á ekki mikið eftir til að klára krosssaumsmyndina Snow much fun eftir Joan Elliott. Myndin er í bókinni Christmas Cross Stitch Treasures. Er ennþá að bíða eftir vörum sem ég pantaði frá Stitchingbitsandbobs.com. Það verða 3 vikur liðnar á morgun. Ástæðan fyrir því að ég pantaði frá þessari síðu en ekki allt frá 123stitch.com (sem ég fékk í síðustu viku) er að þar fékkst glitþræðir frá Rainbow Gallery. Sá þráður er jafndýr og Kreinik (sem uppskriftin segir okkur að nota) en mun drýgri. Á spólunni er 25 metrar en 10 metrar á spólunni frá Kreinik. Perlurnar eru einnig aðeins ódýrari hjá Stitchingbitsandbobs.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli