sunnudagur, 26. október 2014

Jólaprjón

Við í prjónahópnum mínum ákváðum að vera í samprjóni og hafa það huggulegt og vera með jólaþema. Ætlunin er að hittast á tveggja vikna fresti fram að jólum, einnig átti að nýta garnafganga sem stóðst í tvær sekúndur. Eftir tvo hittinga og tvö verkefni var pantað af netinu til að gera næstu tvö verkefni. Okkur vantaði hvítan lit í snjókarlinn og það fékkst ekki í Föndru. Garnið kostaði okkur 500 kr. dokkan heim komið með tolli og vsk.
Sirdar Snuggly Snowflake DK, litur milky
Ég er búin með eitt jólaverkefni, lítinn fugl og er langt komin með það næsta. Uppskriftin er á ravelry.com og heitir Christmas Robin. Í verkefnið var notað rautt Karisma og brúnt Lima frá Drops og smávegis af Katia Topi í húfuna. Einnig þarf smávegis af appelsínugulu garni í gogginn.

Jólafuglinn í ár

Engin ummæli:

Skrifa ummæli