Við í prjónahópnum mínum ákváðum að vera í samprjóni og hafa það huggulegt og vera með jólaþema. Ætlunin er að hittast á tveggja vikna fresti fram að jólum, einnig átti að nýta garnafganga sem stóðst í tvær sekúndur. Eftir tvo hittinga og tvö verkefni var pantað af netinu til að gera næstu tvö verkefni. Okkur vantaði hvítan lit í snjókarlinn og það fékkst ekki í Föndru. Garnið kostaði okkur 500 kr. dokkan heim komið með tolli og vsk.
 |
Sirdar Snuggly Snowflake DK, litur milky |
Ég er búin með eitt jólaverkefni, lítinn fugl og er langt komin með það næsta. Uppskriftin er á ravelry.com og heitir
Christmas Robin. Í verkefnið var notað rautt Karisma og brúnt Lima frá Drops og smávegis af Katia Topi í húfuna. Einnig þarf smávegis af appelsínugulu garni í gogginn.
 |
Jólafuglinn í ár |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli