Stardust Fairy |
Núna er sendingin komin frá Stitchingbitsandbobs.com og þá fékk ég glitþráðinn til að klára krossauminn minn Snow much fun. Ég verð að segja að það er ekki gaman að sauma með glitþræði. Hann klofnar það mikið að ég ákvað að panta Thread in heaven sem er næring fyrir þræði og vona að mér gangi ögn betur við saumaskapinn.
Fékk nokkra glitþræði sem ég þarf ekki að nota þar sem ég uppgötvaði of seint síðuna frá Rainbow Gallery þar sem borið er saman litina frá RB og Kreinik. Reyndi að bera saman liti á heimasíðum en það borgar sig greinilega ekki. Svo núna á ég fallega bláan, bleikan, perluhvítan og fjólubláan glitþráð. Hugsa samt að ég nýti perluhvítan í stað hvítan (svipaðir litir) og fjólubláan í stað purple mambo (bláfjólublár). Fékk líka mjög fallegan jafa sem kallast Heroic, fannst vanta alveg blátt í jafann sem ég fékk en er mjög ánægð með hann. Er ekki viss að ég noti hann til að sauma A Wizard´s View eftir Joan Elliott. Finn kannski aðra fallega mynd jafann.
Jafinn, léleg myndgæði en hann er aðallega ljós með hint af rauðu |