Jólaveinn prjónaður úr léttlopa |
Ég er einnig að prjóna Santa Super eftir Alan Dart, á eftir að gera höfuðið og annan skóinn. Einnig á ég eftir að setja hann saman sem tekur örugglega smá tíma. Hef ekki prjónað jafn mikið af jólaskreytingum eins og í ár. Reyndar prjóna ég alltaf eitthvað jólatengt en oftast einungis eitt stykki. Frábært að byrja snemma (byrjaði í september).
Ég er ennþá að vinna í Stardust Fairy og að klára lopapeysu sem ég byrjaði á í sumar. Peysan er á eiginmanninn en ég hef gert nokkrar á hann. Mamma hefur einnig prjónað tvær fyrir hann. Greinilegt að hann er hrifinn af lopapeysum og hann notar peysurnar það mikið að þær hafa eyðilagst. Í þessa peysu valdi hann litina sjálfur, fallegan bláan lit. Þegar ég var búin með peysuna fannst hann hún of lítil og stuttar ermar. Smá vandræðalegt fyrir prjónakonuna. Ég ákvað að taka hana í sundur í staðinn fyrir að rekja upp berustykkið. Bætti við nokkrum umferðum og setti hana aftur saman. Smá mistök urðu við samsetninguna en eigandinn tók ekkert eftir og ég minntist ekkert á það (ekki möguleiki að ég nenni að laga það). Mig vantar enn rennilás og er að vona að ég get keypt það í heimabæ en ég bý í litlum bæ rétt fyrir utan Reykjavík. Hér fæst ýmislegt fyrir prjónakonur en mjög lítið fyrir þá sem eru að sauma (eiginlega ekkert enda lítill bær). Reyndar er úrvalið ekkert sérstakt fyrir þá sem eru í krosssaumnum í Reykjavík. Ég að panta því mikið á netinu og aðallega af erlendum síðum. Ég pantaði af Sewandso.uk.co sl. föstudag og fékk pakkann á þriðjudegi. Rosalega góð og hröð þjónusta. Einnig er hægt að panta af síðunni flott heklgarn og alls konar glitgarn (metallic threads) til að gera jólaskraut.
Lopapeysan ósamsett |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli