laugardagur, 20. desember 2014

Prjónaðar jólagjafir

Í ár prjónaði ég ekki margar jólagjafir. Krosssaumurinn tók allan minn tíma.
Lítil frænka fær vettlinga sem er frí uppskrift á ravelry og hárband en ég fékk uppskriftina með garni frá Handprón.




Tengdadóttirin fær pening upp í sófakaup og mér fannst ég yrði að bæta einhverri gjöf með svo ég prjónaði hárband. Notaði eina dokku af Big Merino frá Drops og uppskriftin er einnig frá þeim. Prjónaskapurinn tók eina kvöldstund.


Að lokum fékk elsta barnið fingravettlinga til að nota í vinnunni en hann fékk líka pening upp í kaup á sófa. Ég breytti stroffinu og gerði hefðbundið 4 lykkjur kaðla og 2 brugðnar á milli, fitjaði því upp 54 lykkjur. Uppskriftin heitir Unisex gloves og ég prjónaði úr Karisma Drops.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli