þriðjudagur, 17. febrúar 2015

Gömul útsaumsmynd

Ákvað að sýna ykkur mynd sem ég saumaði c.a 14-15 ára. Hún er saumuð á léreft, 28 ct., ég giska að mamma hafi gefið mér hana. Í dag finnst mér erfitt að sauma á léreft. Myndin er frekar lítil og mér finnst hún ennþá mjög skemmtileg. Hún hangir reyndar ekki uppi. Í dag hanga hjá mér tvær myndir en ég hef saumað í allt um 14 myndir. Búin að sýna ykkur John Lennon og Snow much fun, svo var ég að klára mynd í dag sem ég á eftir að taka ljósmynd.




Engin ummæli:

Skrifa ummæli