Í síðasta prjónahitting ákváðum við að setja okkur markmið fyrir næsta hitting, en við hittumst c.a. á 3 vikna fresti stundum oftar. Ég ákvað að klára að sauma út John Lennon. Ég var komin á rosa skrið þegar litur no 3865 kláraðist, Skv. uppskriftinni átti að kaupa 3 stk no 3865 sem ég og gerði en þurfti hálfa í viðbót. Greinilegt að það hafa ekki allir sömu saumfestuna lol.
Hér sjáið þið herlegheitin. John Lennon er samt ekki alveg tilbúinn, ennþá óþveginn og krumpaður. Spurning með ramma, hvað maður velur fyrir goðið.
Fékk fyrir stuttu útsaumsmyndina eftir langt stopp í tollinum (að mínu mati allavegana 4 daga). Sú mynd kostaði hingað komin um 2500 og auk árórugarnið sem kostaði um 260 auk þess keypti ég prjónauppskriftir fyrir 1000 kr. og setti 1000 kr. í púkk fyrir happdrættisvinning sem dregin var út í síðasta prjónahitting. Ég er því búin að eyða í janúar 4760 kr. og er því að takast að ná settu marki að eyða ekki meira en 5000 kr. á mánuði. En ég var svo heppin að hreppa annan happdrættisvinningin og eignaðist eina dokku frá Handprjón. Þetta er bleikt garn og heitir Cascade Heritage Sock Yarn. Mjög mjúkt og ábyggilega æðislegt að prjóna sokka úr því en ég nenni oftast ekki að gera sokka svo ég er að hugsa um að skila því og fá eitthvað annað. Nóg af fallegu garni í Handprjón.
 |
Silver Moon Tea |
 |
Cascade Heritage |
Lennon flottur :)
SvaraEyðaJá er það ekki:)
Eyða