Við hjónin ákváðum að skreppa í smá bíltúr að Reykjanesvita. Þar var hávaðarok og brimið frussaðist út um allt. Eiginmaðurinn tók þessa mynd af mér en ég var í lopapeysunni Sögu sem ég prjónaði úr afgöngum fyrir ári síðan. Í peysuna fóru 20 litir, mun fleiri en uppskriftin segir. Mig langaði bara að nýta afgangana. Fleiri myndir eru á Ravelry
Engin ummæli:
Skrifa ummæli