sunnudagur, 18. janúar 2015

Röndótt heklað teppi

Eftir viku hjá sjúkraþjálfara finnst mér ég vera nokkurn vegin verkjalaust og ákvað að prufa að hekla. Ég telst seint vera góð í þeirri iðju en finnst gaman að hekla a.m.k. eitt verkefni á ári. T.d. gerði ég teppið sem allir voru að gera um árið (uppskriftin frí á Garnstudio.com) en var tvö ár með hléum að klára teppið (á samt eftir að hekla boðunginn efast um að ég klári það).
Sá þetta flotta teppi sem Avis á sewingbesidethesea.worldpress.com var að gera en leiðbeiningarnar eru á þessari síðu, Það sem mér finnst áhugaverðast er að það er skipt um liti í hverri umferð svo þú getur nýtt alla þína afganga. Og um leið er verið að kenna mér eitthvað nýtt í heklinu sem mér finnst ekki leiðinlegt.


Afgangarnir, flest er merino blend fæst í Rúmfatalagernum, síðan nokkrar Smart, átti eina heila þessa bleiku.




Engin ummæli:

Skrifa ummæli