Loksins kláraði ég þennan flotta jólasvein. Uppskriftin finnst
hér. Það tók mig allan gærdaginn að setja hann saman enda prjónaði ég aftur hattinn, slánna, skeggið og hluta af annarri erminni. Sveinki stóð ágætlega án þess að vera í skóm, þar sem ég setti poka af grjónum í búkinn. Ég límdi boðunginn í staðinn fyrir að sauma hann á. Sparaði þannig smá tíma. Mér finnst uppskriftirnar eftir Alan Dart skemmtilegar og mjög flottar.
 |
Sveinki í góðum félagsskap |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli