þriðjudagur, 17. mars 2015

Afmælismynd

Saumaði fyrir nokkru mynd handa systur minni og gaf henni í afmælisgjöf. Hún hafði bara gaman af myndinni en systur minni er alltaf heitt. Við erum mjög ólíkar með það þar sem mér er alltaf kalt. Mamma gaf mér ramman sem smellpassaði fyrir myndina. Myndin er eftir Joan Elliott og er í bókinni Cross Stitch Wit and Wisdom. Í bókinni er fullt af skemmtilegum myndum til að sauma út og þess vegna að gefa.


mánudagur, 16. mars 2015

Kaðlahúfa

Uppskrift eftir Dóru Stephensen. Frítt á Ravelry. Dúskurinn var keyptur í Föndru fyrir löngu. Garnið er Cascade úr Handprjón. Ætla að setja tölu á dúskinn svo hægt sé að taka hann af þegar ég vil.



Er svo byrjuð að prjóna fingravettlinga. Uppskrift úr Vettlingabókinni. Garnið er 1 class frá Mayflower og Abuelita Merino Lace. Nota einn þráð af hvoru garni. Sést aðeins glitta í garnið en það er rautt og gordjöss.

miðvikudagur, 11. mars 2015

Stardust Fairy eftir Joan Elliott

Lokið. Tók langan tíma að sauma með DMC glitþræðinum. Er frekar óþjáll í notkun. Hæstánægð með lokaafurðina.








miðvikudagur, 4. mars 2015

Verkefnum lokið 2015

Mars byrjaður og ég er búin að klára nokkur verkefni

Útsaumur

  1. John Lennon
  2. I'm still hot eftir Joan Elliott
  3. Stardust Fairy eftir Joan Elliott
Í dag er ég því bara með tvö verkefni í gangi í útsaumnum. Er aðallega að vinna í Mother Moon eftir Joan Elliott.

Prjón

  1. Lopapeysan Strýta
  2. Peysa á mig Dessine moi
  3. Þæfðir vettlingar úr Álafosslopa
Er að klára að setja tölur á barnapeysuna Maile, ganga frá endum á vettlingum og að lokum tók ég fram lopapeysuna Él sem enginn vill nota og rakti upp rennilásinn, heklaði aftur og setti síðan rennilásinn í. Prjónaði hana á dóttur mina þegar ég nýbyrjuð að prjóna aftur fyrir 5 árum.  Hún þoldi svo ekki lopann og peysan er eiginlega ónotuð. Þegar þessi verkefni er lokið ætla ég að klára peysu á mig sem hefur legið inní skáp í 2 ár.

Peysan Él, frítt á Ístex.is

sunnudagur, 1. mars 2015

Mother Moon

Ég er búin með nokkur verkefni sem ég þarf að taka mynd af til að sýna ykkur. Sýni ykkur í staðinn framförina hjá mér af Mother Moon eftir Joan Elliot. Myndin er tekin með ipadinum.