Útsaumur
- John Lennon
- I'm still hot eftir Joan Elliott
- Stardust Fairy eftir Joan Elliott
Í dag er ég því bara með tvö verkefni í gangi í útsaumnum. Er aðallega að vinna í Mother Moon eftir Joan Elliott.
Prjón
- Lopapeysan Strýta
- Peysa á mig Dessine moi
- Þæfðir vettlingar úr Álafosslopa
Er að klára að setja tölur á barnapeysuna Maile, ganga frá endum á vettlingum og að lokum tók ég fram lopapeysuna Él sem enginn vill nota og rakti upp rennilásinn, heklaði aftur og setti síðan rennilásinn í. Prjónaði hana á dóttur mina þegar ég nýbyrjuð að prjóna aftur fyrir 5 árum. Hún þoldi svo ekki lopann og peysan er eiginlega ónotuð. Þegar þessi verkefni er lokið ætla ég að klára peysu á mig sem hefur legið inní skáp í 2 ár.
![]() |
Peysan Él, frítt á Ístex.is |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli