miðvikudagur, 4. mars 2015

Verkefnum lokið 2015

Mars byrjaður og ég er búin að klára nokkur verkefni

Útsaumur

  1. John Lennon
  2. I'm still hot eftir Joan Elliott
  3. Stardust Fairy eftir Joan Elliott
Í dag er ég því bara með tvö verkefni í gangi í útsaumnum. Er aðallega að vinna í Mother Moon eftir Joan Elliott.

Prjón

  1. Lopapeysan Strýta
  2. Peysa á mig Dessine moi
  3. Þæfðir vettlingar úr Álafosslopa
Er að klára að setja tölur á barnapeysuna Maile, ganga frá endum á vettlingum og að lokum tók ég fram lopapeysuna Él sem enginn vill nota og rakti upp rennilásinn, heklaði aftur og setti síðan rennilásinn í. Prjónaði hana á dóttur mina þegar ég nýbyrjuð að prjóna aftur fyrir 5 árum.  Hún þoldi svo ekki lopann og peysan er eiginlega ónotuð. Þegar þessi verkefni er lokið ætla ég að klára peysu á mig sem hefur legið inní skáp í 2 ár.

Peysan Él, frítt á Ístex.is

Engin ummæli:

Skrifa ummæli