miðvikudagur, 1. apríl 2015

Lopapeysa á eiginmanninn

Ég elska íslenskar lopapeysur og á nokkrar sjálf. Nýverið tókst mér að klára eina á eiginmanninn. Hann valdi litinn og mynstrið og er þetta 3 lopapeysan sem ég prjóna á hann. Þar sem saumavélin mín er frekar leiðinleg ákvað ég enn og aftur að hekla til að opna peysuna. Ég hef notað þá aðferð nokkrum sinnum og heppnast það alltaf jafnvel. Jaðarinn verður mjög fallegur að mínu mati. Ég hef oftast stuðst við leiðbeiningar frá bloggi Prjónasmiðju Tínu en sá að myndirnar höfðu dottið út. Set því nokkrar sem ég hafði tekið.




Eiginmaðurinn rosa flottur í peysunni

Engin ummæli:

Skrifa ummæli