Vettlingar á eins árs krútt, gert á einu degi. S.s.fljótprjónað. Notaði afganga af Smart og King Cole Merino Blend. Ég er mjög ánægð með útkomuna. Uppskriftin er úr Fleiri Prjónaperlur.
útsaumur og prjón
laugardagur, 16. maí 2015
þriðjudagur, 12. maí 2015
Fingravettlingar
Kláraði fyrir nokkru fingravettlinga á mig. Uppskriftin er í bók eftir Kristínu Harðardóttur þar sem hún finnur fyrirmyndirnar á Þjóðminjasafninu. Ég er nokkuð sátt við útkomuna. Garnið er Mayflower og garn sem ég keypti í Handprjón fyrir nokkrum árum síðan. Notaði einn þráð af hvoru garni.
miðvikudagur, 1. apríl 2015
Lopapeysa á eiginmanninn
Ég elska íslenskar lopapeysur og á nokkrar sjálf. Nýverið tókst mér að klára eina á eiginmanninn. Hann valdi litinn og mynstrið og er þetta 3 lopapeysan sem ég prjóna á hann. Þar sem saumavélin mín er frekar leiðinleg ákvað ég enn og aftur að hekla til að opna peysuna. Ég hef notað þá aðferð nokkrum sinnum og heppnast það alltaf jafnvel. Jaðarinn verður mjög fallegur að mínu mati. Ég hef oftast stuðst við leiðbeiningar frá bloggi Prjónasmiðju Tínu en sá að myndirnar höfðu dottið út. Set því nokkrar sem ég hafði tekið.
Eiginmaðurinn rosa flottur í peysunni |
þriðjudagur, 17. mars 2015
Afmælismynd
Saumaði fyrir nokkru mynd handa systur minni og gaf henni í afmælisgjöf. Hún hafði bara gaman af myndinni en systur minni er alltaf heitt. Við erum mjög ólíkar með það þar sem mér er alltaf kalt. Mamma gaf mér ramman sem smellpassaði fyrir myndina. Myndin er eftir Joan Elliott og er í bókinni Cross Stitch Wit and Wisdom. Í bókinni er fullt af skemmtilegum myndum til að sauma út og þess vegna að gefa.
mánudagur, 16. mars 2015
Kaðlahúfa
Uppskrift eftir Dóru Stephensen. Frítt á Ravelry. Dúskurinn var keyptur í Föndru fyrir löngu. Garnið er Cascade úr Handprjón. Ætla að setja tölu á dúskinn svo hægt sé að taka hann af þegar ég vil.
Er svo byrjuð að prjóna fingravettlinga. Uppskrift úr Vettlingabókinni. Garnið er 1 class frá Mayflower og Abuelita Merino Lace. Nota einn þráð af hvoru garni. Sést aðeins glitta í garnið en það er rautt og gordjöss.
Er svo byrjuð að prjóna fingravettlinga. Uppskrift úr Vettlingabókinni. Garnið er 1 class frá Mayflower og Abuelita Merino Lace. Nota einn þráð af hvoru garni. Sést aðeins glitta í garnið en það er rautt og gordjöss.
miðvikudagur, 11. mars 2015
Stardust Fairy eftir Joan Elliott
Lokið. Tók langan tíma að sauma með DMC glitþræðinum. Er frekar óþjáll í notkun. Hæstánægð með lokaafurðina.
miðvikudagur, 4. mars 2015
Verkefnum lokið 2015
Mars byrjaður og ég er búin að klára nokkur verkefni
Útsaumur
Útsaumur
- John Lennon
- I'm still hot eftir Joan Elliott
- Stardust Fairy eftir Joan Elliott
Í dag er ég því bara með tvö verkefni í gangi í útsaumnum. Er aðallega að vinna í Mother Moon eftir Joan Elliott.
Prjón
- Lopapeysan Strýta
- Peysa á mig Dessine moi
- Þæfðir vettlingar úr Álafosslopa
Er að klára að setja tölur á barnapeysuna Maile, ganga frá endum á vettlingum og að lokum tók ég fram lopapeysuna Él sem enginn vill nota og rakti upp rennilásinn, heklaði aftur og setti síðan rennilásinn í. Prjónaði hana á dóttur mina þegar ég nýbyrjuð að prjóna aftur fyrir 5 árum. Hún þoldi svo ekki lopann og peysan er eiginlega ónotuð. Þegar þessi verkefni er lokið ætla ég að klára peysu á mig sem hefur legið inní skáp í 2 ár.
![]() |
Peysan Él, frítt á Ístex.is |
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)