Vettlingar á eins árs krútt, gert á einu degi. S.s.fljótprjónað. Notaði afganga af Smart og King Cole Merino Blend. Ég er mjög ánægð með útkomuna. Uppskriftin er úr Fleiri Prjónaperlur.
laugardagur, 16. maí 2015
þriðjudagur, 12. maí 2015
Fingravettlingar
Kláraði fyrir nokkru fingravettlinga á mig. Uppskriftin er í bók eftir Kristínu Harðardóttur þar sem hún finnur fyrirmyndirnar á Þjóðminjasafninu. Ég er nokkuð sátt við útkomuna. Garnið er Mayflower og garn sem ég keypti í Handprjón fyrir nokkrum árum síðan. Notaði einn þráð af hvoru garni.
miðvikudagur, 1. apríl 2015
Lopapeysa á eiginmanninn
Ég elska íslenskar lopapeysur og á nokkrar sjálf. Nýverið tókst mér að klára eina á eiginmanninn. Hann valdi litinn og mynstrið og er þetta 3 lopapeysan sem ég prjóna á hann. Þar sem saumavélin mín er frekar leiðinleg ákvað ég enn og aftur að hekla til að opna peysuna. Ég hef notað þá aðferð nokkrum sinnum og heppnast það alltaf jafnvel. Jaðarinn verður mjög fallegur að mínu mati. Ég hef oftast stuðst við leiðbeiningar frá bloggi Prjónasmiðju Tínu en sá að myndirnar höfðu dottið út. Set því nokkrar sem ég hafði tekið.
Eiginmaðurinn rosa flottur í peysunni |
þriðjudagur, 17. mars 2015
Afmælismynd
Saumaði fyrir nokkru mynd handa systur minni og gaf henni í afmælisgjöf. Hún hafði bara gaman af myndinni en systur minni er alltaf heitt. Við erum mjög ólíkar með það þar sem mér er alltaf kalt. Mamma gaf mér ramman sem smellpassaði fyrir myndina. Myndin er eftir Joan Elliott og er í bókinni Cross Stitch Wit and Wisdom. Í bókinni er fullt af skemmtilegum myndum til að sauma út og þess vegna að gefa.
mánudagur, 16. mars 2015
Kaðlahúfa
Uppskrift eftir Dóru Stephensen. Frítt á Ravelry. Dúskurinn var keyptur í Föndru fyrir löngu. Garnið er Cascade úr Handprjón. Ætla að setja tölu á dúskinn svo hægt sé að taka hann af þegar ég vil.
Er svo byrjuð að prjóna fingravettlinga. Uppskrift úr Vettlingabókinni. Garnið er 1 class frá Mayflower og Abuelita Merino Lace. Nota einn þráð af hvoru garni. Sést aðeins glitta í garnið en það er rautt og gordjöss.
Er svo byrjuð að prjóna fingravettlinga. Uppskrift úr Vettlingabókinni. Garnið er 1 class frá Mayflower og Abuelita Merino Lace. Nota einn þráð af hvoru garni. Sést aðeins glitta í garnið en það er rautt og gordjöss.
miðvikudagur, 11. mars 2015
Stardust Fairy eftir Joan Elliott
Lokið. Tók langan tíma að sauma með DMC glitþræðinum. Er frekar óþjáll í notkun. Hæstánægð með lokaafurðina.
miðvikudagur, 4. mars 2015
Verkefnum lokið 2015
Mars byrjaður og ég er búin að klára nokkur verkefni
Útsaumur
Útsaumur
- John Lennon
- I'm still hot eftir Joan Elliott
- Stardust Fairy eftir Joan Elliott
Í dag er ég því bara með tvö verkefni í gangi í útsaumnum. Er aðallega að vinna í Mother Moon eftir Joan Elliott.
Prjón
- Lopapeysan Strýta
- Peysa á mig Dessine moi
- Þæfðir vettlingar úr Álafosslopa
Er að klára að setja tölur á barnapeysuna Maile, ganga frá endum á vettlingum og að lokum tók ég fram lopapeysuna Él sem enginn vill nota og rakti upp rennilásinn, heklaði aftur og setti síðan rennilásinn í. Prjónaði hana á dóttur mina þegar ég nýbyrjuð að prjóna aftur fyrir 5 árum. Hún þoldi svo ekki lopann og peysan er eiginlega ónotuð. Þegar þessi verkefni er lokið ætla ég að klára peysu á mig sem hefur legið inní skáp í 2 ár.
![]() |
Peysan Él, frítt á Ístex.is |
sunnudagur, 1. mars 2015
Mother Moon
Ég er búin með nokkur verkefni sem ég þarf að taka mynd af til að sýna ykkur. Sýni ykkur í staðinn framförina hjá mér af Mother Moon eftir Joan Elliot. Myndin er tekin með ipadinum.
þriðjudagur, 17. febrúar 2015
Gömul útsaumsmynd
Ákvað að sýna ykkur mynd sem ég saumaði c.a 14-15 ára. Hún er saumuð á léreft, 28 ct., ég giska að mamma hafi gefið mér hana. Í dag finnst mér erfitt að sauma á léreft. Myndin er frekar lítil og mér finnst hún ennþá mjög skemmtileg. Hún hangir reyndar ekki uppi. Í dag hanga hjá mér tvær myndir en ég hef saumað í allt um 14 myndir. Búin að sýna ykkur John Lennon og Snow much fun, svo var ég að klára mynd í dag sem ég á eftir að taka ljósmynd.
fimmtudagur, 12. febrúar 2015
Prjónahittingur
Ég hitti nokkrar vinkonur reglulega til að prjóna og stundum hef ég saumað út sérstaklega sl. ár. Núna er öxlin þokkaleg og ég hef verið að prjóna þónokkuð og rakið upp þónokkuð.
Síðastliðin föstudag hittumst við enn og aftur hjá einni í Reykjavík. Þær sem vildu máttu taka með sér pakka og taka þátt í happdrætti. Sem sagt ég fékk pakka og í því var garn úr Handprjón. Minn pakki var einnig úr Handprjón reyndar ekki sama garnið, þægilegt að versla þar þegar þú kemur úr Grindavík. Það komu fleiri pakkar úr Handprjón og sumar höfðu meira að segja valið sama garnið og litinn. Því miður var ég ekki eins heppin og í síðasta prjónahittingi og vann ekki happdrættisvinningin.
Ákveðið var að hafa vettlingaþema í pökkunum og einnig ákváðu sumar að prjóna vettlinga þar á meðal ég.
Ég á fullt af garni sem ég get notað í vettlinga og ákvað að nota kambgarnsafganga. Uppskriftin er úr Hlýjum höndum. Er ekki viss um hvað mér finnst um litasamsetninguna hjá mér en það jákvæða er að ég er að nýta afgangana. Einnig gerði ég þæfða vettlinga úr Álafosslopa. Uppskriftin finnst í Vettlingar og fleira.
miðvikudagur, 4. febrúar 2015
Nú er allt að gerast !!
Í síðasta prjónahitting ákváðum við að setja okkur markmið fyrir næsta hitting, en við hittumst c.a. á 3 vikna fresti stundum oftar. Ég ákvað að klára að sauma út John Lennon. Ég var komin á rosa skrið þegar litur no 3865 kláraðist, Skv. uppskriftinni átti að kaupa 3 stk no 3865 sem ég og gerði en þurfti hálfa í viðbót. Greinilegt að það hafa ekki allir sömu saumfestuna lol. Hér sjáið þið herlegheitin. John Lennon er samt ekki alveg tilbúinn, ennþá óþveginn og krumpaður. Spurning með ramma, hvað maður velur fyrir goðið.
Fékk fyrir stuttu útsaumsmyndina eftir langt stopp í tollinum (að mínu mati allavegana 4 daga). Sú mynd kostaði hingað komin um 2500 og auk árórugarnið sem kostaði um 260 auk þess keypti ég prjónauppskriftir fyrir 1000 kr. og setti 1000 kr. í púkk fyrir happdrættisvinning sem dregin var út í síðasta prjónahitting. Ég er því búin að eyða í janúar 4760 kr. og er því að takast að ná settu marki að eyða ekki meira en 5000 kr. á mánuði. En ég var svo heppin að hreppa annan happdrættisvinningin og eignaðist eina dokku frá Handprjón. Þetta er bleikt garn og heitir Cascade Heritage Sock Yarn. Mjög mjúkt og ábyggilega æðislegt að prjóna sokka úr því en ég nenni oftast ekki að gera sokka svo ég er að hugsa um að skila því og fá eitthvað annað. Nóg af fallegu garni í Handprjón.
Silver Moon Tea |
Cascade Heritage |
mánudagur, 19. janúar 2015
Peysan Saga
Við hjónin ákváðum að skreppa í smá bíltúr að Reykjanesvita. Þar var hávaðarok og brimið frussaðist út um allt. Eiginmaðurinn tók þessa mynd af mér en ég var í lopapeysunni Sögu sem ég prjónaði úr afgöngum fyrir ári síðan. Í peysuna fóru 20 litir, mun fleiri en uppskriftin segir. Mig langaði bara að nýta afgangana. Fleiri myndir eru á Ravelry
sunnudagur, 18. janúar 2015
Röndótt heklað teppi
Sá þetta flotta teppi sem Avis á sewingbesidethesea.worldpress.com var að gera en leiðbeiningarnar eru á þessari síðu, Það sem mér finnst áhugaverðast er að það er skipt um liti í hverri umferð svo þú getur nýtt alla þína afganga. Og um leið er verið að kenna mér eitthvað nýtt í heklinu sem mér finnst ekki leiðinlegt.
Afgangarnir, flest er merino blend fæst í Rúmfatalagernum, síðan nokkrar Smart, átti eina heila þessa bleiku. |
föstudagur, 16. janúar 2015
John Lennon
Gleymdi að sýna ykkur stöðuna á John Lennon en mér tókst að sauma þó nokkuð mikið fyrir aðgerðina. Ég á aðallega eftir að sauma með ljósum lit og þá er ég búin.
miðvikudagur, 14. janúar 2015
Smá hlé
á öllu handavinnutengdu eftir axlaraðgerðina. En samt sem áður hugsar maður ekki um annað, t.d. hvað mig langar til að gera og að kaupa. Ég hef ákveðið að reyna (vonandi tekst mér það) að klára verkefni sem ég hef byrjað á. Ég er með tvær peysur á mig og það vantar einungis ermarnar og aðra byrjaði ég á fyrir 2 árum. Er ekki kominn tími að klára hana gætið þið spurt og ég er alveg innilega sammála. Set inn myndir svo þið sjáið hvað ég á lítið eftir.
Einnig á ég bara eftir að setja rennilás á lopapeysu eiginmannsins og er meira segja búin að kaupa lásinn. Þar sem ég nýbyrjuð að sauma út (þótt ég gerði einhver verk fyrir löngu) þá á ég nokkur verk sem eru í vinnslu en eru samt langt komin. Stardust Fairy á ég einungis eftir að setja perlurnar á og sauma nokkur spor með glitþræði frá DMC. Glitþráðurinn er reyndar blending filament og þú notar hann tvöfaldan. Erfitt finnst mér að nota hann vegna hvað hann raknar svo mikið upp og krullast svo saman. Lausnin við upprakningu var að hafa einn þráð tvöfalt eins og í Loop aðferðinni, vonandi skiljið þið hvað ég meina. Hef því í raun enga lausa enda og ekkert raknar upp. Reyni líka að hafa þráðinn stuttan og sauma í tveimur skrefum en ekki einu.
Næstu mánuði ætla ég að nýta afganga og garn sem ég hef fengið gefins, keypt á útsölu eða unnið í happdrætti en við prjónavinkonurnar höfum happdrætti annað slagið þegar við hittumst. Það er sniðug síða á Facebook sem heitir Prjónalykkjan Prjónum saman. Þar er hægt að finna undirsíðu sem heitir prjónað úr afgöngum. Gott að fá hugmyndir að afgangaprjóni.
Yngsta dóttirin er reyndar byrjuð að prjóna sér vettlinga úr garnhaugnum mínum en ég er ein af þeim sem kaupi mér garn áður en êg er klára önnur verkefni. Dóttirin er að prjóna Bella´s Mittens úr Nappað Tógv frá Snældunni sem er hægt að kaupa úr Litlu Prjónabúðinni.
Ég er einnig að spá að eyða ekki meira en 5000 kr, á mánuði í handavinnuna. Ef ég eyði minna má ég nota peninginn næsta mánuð á eftir. Núna er ég búin að eyða 1400 kr. keypti uppskrift frá Mirabilia. Má því eyða 3600 kr. í viðbót.
´
Hanska á mig
Sjalið Spectra eftir Stephen West
Ungbarnapeysuna Maile
Krosssaumurinn
Nýja uppskriftin Silver Tea Moon frá Mirabilia
Father Sun
Wisard´s view
Næstu mánuði ætla ég að nýta afganga og garn sem ég hef fengið gefins, keypt á útsölu eða unnið í happdrætti en við prjónavinkonurnar höfum happdrætti annað slagið þegar við hittumst. Það er sniðug síða á Facebook sem heitir Prjónalykkjan Prjónum saman. Þar er hægt að finna undirsíðu sem heitir prjónað úr afgöngum. Gott að fá hugmyndir að afgangaprjóni.
Yngsta dóttirin er reyndar byrjuð að prjóna sér vettlinga úr garnhaugnum mínum en ég er ein af þeim sem kaupi mér garn áður en êg er klára önnur verkefni. Dóttirin er að prjóna Bella´s Mittens úr Nappað Tógv frá Snældunni sem er hægt að kaupa úr Litlu Prjónabúðinni.
Ég er einnig að spá að eyða ekki meira en 5000 kr, á mánuði í handavinnuna. Ef ég eyði minna má ég nota peninginn næsta mánuð á eftir. Núna er ég búin að eyða 1400 kr. keypti uppskrift frá Mirabilia. Má því eyða 3600 kr. í viðbót.
´
Óskalistinn minn
Úr garnhaugnumHanska á mig
Sjalið Spectra eftir Stephen West
Ungbarnapeysuna Maile
Krosssaumurinn
Nýja uppskriftin Silver Tea Moon frá Mirabilia
Father Sun
Wisard´s view
mánudagur, 5. janúar 2015
Super Santa eftir Alan Dart
Loksins kláraði ég þennan flotta jólasvein. Uppskriftin finnst hér. Það tók mig allan gærdaginn að setja hann saman enda prjónaði ég aftur hattinn, slánna, skeggið og hluta af annarri erminni. Sveinki stóð ágætlega án þess að vera í skóm, þar sem ég setti poka af grjónum í búkinn. Ég límdi boðunginn í staðinn fyrir að sauma hann á. Sparaði þannig smá tíma. Mér finnst uppskriftirnar eftir Alan Dart skemmtilegar og mjög flottar.
Sveinki í góðum félagsskap |
föstudagur, 2. janúar 2015
Mother moon
Mother moon finnst í bókinni Bewitching Cross Stitch eftir Joan Elliot. Í bókinni eru mörg munstur sem mig langar að sauma út m.a. Father Sun, Wisard´s view, Celtic Wheel Cushion.
John Lennon
Eiginmaðurinn er aðdáandi Bítlanna og er John Lennon í sérstöku uppáhaldi. Ég fannst því við hæfi að sauma út mynd fyrir hann. Fann á netinu krosssaumsmynd sem ég keypti. Byrjaði á henni um jólin og er að reyna að klára sem mest áður en ég fer í aðgerðina á öxlinni í næstu viku.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)